Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
Námsvefur

Velkomin á námsvef Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. FNV hefur starfað síðan haustið 1979.  Nemendur hafa verið u.þ.b. 450 talsins síðustu ár, þar af um 150 á heimavist skólans.  Skólinn starfar samkvæmt áfangakerfi og býður upp á iðnnám og nám til stúdentsprófs auk náms á styttri námsbrautum undir einkunnarorðunum: Vinnusemi-virðing-vellíðan.


Fréttir

(Engar fréttir)

Áfangar í boði

 áfanganum er lögð áhersla á að nemendur geti notað fjölbreyttan orðaforða og algeng orðasambönd í ræðu og riti. Talþjálfun miðar að því að nemendur læri að orða hugsanir sínar skýrt í samtölum og frásögnum. Hver nemandi á að geta lagt til talað efni af tiltekinni lengd eftir markvissan undirbúning í formi kynningar fyrir samnemendur. Ritþjálfun fer að mestu fram með notkun tölvu og nemendur þjálfaðir í að beita mismunandi stílbrögðum við ritun texta og eiga að geta skrifað 150 – 200 orða verkefni um efni sem búið er að vinna með. Nemendur eru hvattir til að hlusta á danskt mál og tónlist af ýmsu tagi á vefmiðlum. Nemendur lesa texta almenns eðlis og sérhæfða texta ýmist prentaða eða af veraldarvefnum, þar sem unnið verður með efni sem tengjast hinum sex námsþáttum. Lögð er áhersla á að nemendur tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð, beri ábyrgð á eigin námsframvindu og séu meðvitaðir um mismunandi aðferðir til að tileinka sér tungumál. Áhersla er lögð á að efla samvinnu nemenda auk þess sem þeim gefst kostur á að sýna hæfni sína með fjölbreyttum verkefnaskilum sem ýtir undir lausnamiðaða hugsun og sköpun.

Danska1026

ENSK1UN05-h-17

Þetta er áfangi í ensku.  (Undanfari ens603).

Enska 2 Farskólinn

Meginmarkmið áfangans er að nemendur geri sér grein fyrir hinum gríðarlegu efnahagslegu og félagslegu vandamálum sem ríki þriðja heimsins eiga við að etja og að þeir muni í framtíðinni kynna sér málefni sem tengjast samfélögum þriðja heimsins. Ætlast er til að nemendur geti lagt gagnrýnið mat á mismunandi hugmyndir um þróun og vanþróun.

Hárgreiðsla -daggreiðsla -greiðsla á síðuhári

Klipping og rakstur

Klipping og háralitun

Iðnfræði

Permanent

Lokaverkefni í hestamennsku

:  Þetta er bóklegur áfangi í hestamennsku. Kennslan verður í formi fyrirlestra, sýnikennslu, umræðna, einstaklings og hópverkefna. Farið verður í vettvangsferð/ir. Sýnikennsla verður til að tengja saman bóklega og verklega þætti reiðmennskunnar.

 Meginviðfangsefni áfangans er að kenna nemendum helstu þjálfunarhugtök og skilgreiningar sem liggja þeim að baki . Líffræði hestisins, og umhirðu hesta. Byggingu hestsins, hreyfifræði og miklvægi góðs andlegs jafnvægis. Farið er ítarlega í gangtegundir íslenska hestsins. Helstu þjálfunarstig Klassískarar reiðmennsku og grunnatriði þjálfunar með tilliti til hreyfieðlis hestsins. Hvernig skal minnka misstyrk og fá hestinn samspora Kynntar til sögunnar mismunandi vinnu aðferði og nálgun við þjálfun hesta. Fimiæfingar og baugavinna gildi og framkvæmd. Aðferið við tölt og stökkþjálfun. Þjálfunarslár og grunnatrið hindrunarstökks.


Er í kennslu.

Íslenskar bókmenntir og bókmenntasaga frá 1830 til nútímans.

Mál og menningarsaga

Bókmenntir frá landnámi til siðaskipta.

Í áfanganganum er fjallað um tómstunda- og félags- og íþróttastarf í víðu samhengi...

Í áfanganum er farið yfir öll helstu grundvallaratriðin í almennri skyndihjálp. 

Nemendur fá bæði bókleg og verklega verkefni til að leysa í áfanganum.

Námsmat í áfanganum byggir á símati...

Hér er um að ræða áfanga á starfsbraut FNV.

Í áfanganum er leitast við að bjóða upp á fjölbreytta líkamsrækt með áherslu á sund. 

Tímarnir verða í Sundlaug Sauðárkróks og eru einu sinni í viku, á miðvikudögum kl. 9 árdegis...

Grunnáfangi í íþróttafræði á íþrótta- og tómstundabraut...

Farið í grunnþætti er varða uppbyggingu þjálfunar fyrir yngstu aldurshópana.

Farið yfir vöxt og þroska barna og unglinga og hvernig skuli taka mið af þeim þroskaferlum sem eru í gangi hverju sinni í sambandi við þjálfun og líkamlegt álag.

Einnig komið inn á skipulag og starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga. 

Í áfanganum verður farið yfir eftirfarandi kafla í kennslubókinni, Þjálfun Heilsa og Vellíðan:

Íþróttameiðsli, líkamsbeiting, grunnþjálfun,snerpa og hraði, samhæfing og tækni, hvíld, að skipuleggja þjálfun og þjálfun, lífsstíll og heilsa.

Megin viðfangsefni áfangans er fjölbreytt líkamsrækt þar sem grunnþættirnir þrír; þol, styrkur og liðleiki eru undirliggjandi og allt um kring.

ÍÞF2224 sem er íþróttasálarfræði

Áfangi fyrir kennara, þar sem þeir kynna sér kosti Moodle.

Þetta er áfangi í handritsgerð.

Skrifaðu gagnorða og áhugaverða lýsingu á innihaldi námskeiðsins/áfangans
Framhald í kælitækni eftir KÆL 102

Farið yfir helstu atriði öryggifræði á vinnustað.

Farið yfir helstu öryggisatriði á vinnustað.

Lokaverkefni B-hluta 2 fein MLOK4MS02BA

Unnið samhliða öllum áföngum B-hluta.


Lennt er á AutoCAD forritið

Farið í öryggismál á vinnustöðum

Tilboðsgerð - áætlunargerð og kostnaðaráælanir

Fjallað um einangurnarefni og varmaleiðnitölur

Áfanginn fjallar um viðgerðir og viðhald

Í áfanganum kynnast nemendur forritanlegum raflagnakerfum (intelligent installation), tilgangi þeirra og möguleikum. Kynnt er einfalt heimilisstjórnunarkerfi. Kennt er á forrit sem notuð eruvið forritun kerfa og hvernig á að nota þau. Farið er í uppbyggingu forritanlegra raflagnakerfa og undirbúning og skipulag forritanlegra kerfa þ.e. undirbúning forritunar, efnislista, virkniskrár, lampaplön og hvernig á að sækja PDF og forritunarskrár á netinu. Fjallað er um einstaka íhluti sem notaðir eru í einfaldari kerfum sem og tengingar og uppröðun búnaðar.

Nemendur leggja nauðsynlegar lagnir og fá þjálfun í að tengja búnað og forrita kerfið þannig að þeir geti á sjálfstæðan hátt gengið frá slíku kerfi. Nemendur forrita og tengja nokkur verkefni og ganga frá handbókum fyrir verkefnin

Áfanginn fjallar um uppbyggingu, uppsetningu og viðhald einfaldra viðvörunarkerfa svo sem brunaviðvörunarkerfa og þjófavarnarkerfa fyrir heimili og smærri fyrirtæki.
Fjallað er um neyðarlýsingar og hvernig þær eru uppsettar. Fjallað er um íhluti, eiginleika, hlutverk og notkunarsvið og nemendur þjálfast í að tengja einföld viðvörunarkerfi samkvæmt teikningum og fyrirmælum eða eftir eigin hönnun.
Þá fá nemendur æfingu í þjónustu og viðhaldi slíkra kerfa.

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynni sér reglugerð um raforkuvirki og kynnist því hvernig ákvæðum reglugerðar um öryggisþætti er framfylgt við verklegar framkvæmdir. Farið er í varnarráðstafanir, yfirstraums- og yfirspennuvarnir, búnað og efnisval með tilliti til nýframkvæmda, viðhalds og endurbóta á gömlum neysluveitum.
Kynntar eru vinnureglur löggildingastofa, frágang á umsóknaeyðublöðum um heimtaug, verktöku og úttektabeiðnum. Farið verður í vettvangsferðir í mismunandi neysluveitur og gerðar úttektir á þeim í samvinnu við rafverktaka.
Einnig er farið í frágang á tilkynningarskyldum eyðublöðum til löggildingarstofu og rafveitu. Reglugerðir um raflagnir skipa eru einnig kynntar.
Farið verður í þau atriði byggingareglugerðar sem varða raflagnir og rafbúnað.
Farið verður í reglugerð um raflagnir í skipum.

afanganum eru kynnt helstu stýrikerfi sem notuð eru í iðnstýringum, þ.e. segulliðastýringar, loftstýringar, rafeindastýringar og iðntölvustýringar og farið dýpra í segulliðastýringar, þ.e. kraft- og stýrirásir, heldur en gert var í fyrri áfanga. Farið er yfir virkni og notkun yfirálagsvarna, mótorvarrofa og varnarbúnaðar sem notaður er í kraft- og stýrirásum. Haldið er áfram með teikningar og staðla sem og kennslu í teikniforrita fyrir segulliðastýringar (t.d. Acad og/eða PCschematic). Farið er yfir notkun tengilista og tengilistanúmera, strengja- og víramerkingar. Kynntar eru nokkrar ræsiaðferðir rafmótora, svo sem Y/D ræsing, Dahlander-ræsing, bein ræsing og mjúkræsingar. Námið í áfanganum byggist að miklu leiti á verkefnavinnu og verklegum æfingum þar sem nemendur brjóta verkefni til mergjar, tengja, prófa og mæla og taka saman niðurstöður. Lögð er áhersla á að nemendur nýti sér mælitæki til að finna tengivillur og bilanir.

  Í áfanganum kynnast nemendur skynjaratækni og ýmsum gerðum skynjara svo sem spanskynjara, rýmdarskynjara, þrýstiskynjara, hitaskynjara og hæðarskynjara.
Þeir kynnast nokkrum gerðum af iðntölvum og notkun þeirra í iðnstýringum sem og tengingu þeirra við ýmsan jaðarbúnað svo sem skjámyndakerfi. Megináherslan er lögð á að nemendur læri að skilja virkni og uppbyggingu iðntölva og fái undirstöðuþjálfun forritun og notkun forritunartækja og forritunarhugbúnaðar fyrir smærri iðntölvur. Þá er lögð áhersla á að þeir læri gerð flæðimynda fyrir stýringar, fái æfingu í gerð teikninga af iðntölvum og tengimynda fyrir þær sem og þann búnað sem þeim tengist. Auk þessa fer fram  verkefnavinna og verklegar æfingar þar sem nemendur brjóta viðfangsefni áfangans  til mergjar, tengja, prófa, mæla og  taka saman niðurstöður.  Lögð er áhersla á notkun mælitækja til að finna tengivillur og bilanir.

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér undirstöðuþætti raflagnateikninga með þjálfun í að teikna og lesa einfaldar raflagnateikningar þ.e. fyrir lagnir að og með 63 Amper. Fjallað er um ákvæði reglugerða og öryggisþátta við frágang raflagnateikninga og þýðingu mismunandi teiknireglna fyrir verklegar framkvæmdir. Nemendum er kennt að rissa upp teikningu af
Menntamálaráðuneytið 2009
50
raflögn og hlutum tengdum rafiðnaði. Þá er þeim kennt að magntölutaka og kostnaðarreikna raflagnateikningar.
Í áfanganum er fjallað um stærri iðntölvur og eiginleika þeirra. Einnig helstu gerðir íhluta iðntölvustýringa og forritun þeirra. Nemendur fá kennslu og þjálfun í forritun iðntölva og notkun ýmissa hjálpartækja við slíka forritun, svo sem forritunartækja, PC-tölva og flæðimynda. Þá fá nemendur æfingu í að tengja ytri búnað við iðntölvu. Nemendur kynnast notkun aðgerðarskjáa, regla (P, PI og PID) og skynjara (hliðræna og stafræna). Farið er í reikniaðgerðir, skiftiregistur og teljara.
Í áfanganum fer fram kynning á loftstýringum, helstu loftmeðhöndlunartækjum og virkni þeirra. Fjallað er um nokkrar gerðir af loftstýrieiningum, svo sem loka og strokka og helstu tákn og tengimyndir sem notaðar eru í loftstýringum. Nemendur þjálfast í teikningum og tengingum á einföldum loftstýringum. Haldið er áfram með segulliðastýringar þar sem frá var horfið í fyrri áfanga en nú með tengingum við loftstýringar. Nemendur hanna og tengja loftstýribúnað sem stjórnað er af segulliðastýringum. Eins og í fyrri áföngum er áhersla lögð á verkefnavinnu og verklegar æfingar sem felast í að brjóta efni áfangans til mergjar, tengja, prófa, mæla og taka saman niðurstöður.
Í áfanganum eru kynnt helstu stýrikerfi sem notuð eru í iðnstýringum, þ.e. segulliðastýringar, loftstýringar, rafeindastýringar og iðntölvustýringar og farið dýpra í segulliðastýringar, þ.e. kraft- og stýrirásir heldur en gert var í fyrri áfanga. Farið er yfir virkni og notkun yfirálagsvarna, mótorvarrofa og varnarbúnaðar sem notaður er í kraft- og stýrirásum. Haldið er áfram með teikningar og staðla sem og kennslu teikniforrita fyrir segulliðastýringar (t.d Acad og/eða PCschematic). Farið er yfir notkun tengilista og tengilistanúmera, strengja- og víramerkingar. Námið byggist að miklu leyti á verkefnavinnu og verklegum æfingum þar sem nemendur brjóta verkefni til mergjar, tengja, prófa og mæla og taka saman niðurstöður. Í verkefnum er lögð áhersla á að nemandinn nýti sér mælitæki til að finna tengivillur og bilanir.

Efnafræði 3036 (undanfari efn 2036)

EFN 4136 undanfari EFN 3136

LÍF 203

Vistfræði - nám í samspili lífvera og umhverfis.

Fjallað um valið efni úr sögu tuttugustu aldar.

Fjallað er um helstu menningarríki fornaldar er tengjast þróun lýðræðis á Vesturlöndum, samfélag miðalda í Evrópu, víkingaöld og upphaf Íslandsbyggðar. Stjórnarhættir á Íslandi, trúarbrögð á miðöldum, átök um landið á 13. öld, norsk stjórn og síðan dönsk er skoðuð. Endurreisn í Evrópu, könnun heimsins, breytingar á trúarsiðum, stjórnarfari og efnhagsmálum er líka tekið fyrir. Einnig upplýsingin á 17. og 18. öld og áhrif hennar erlendis og hér á landi. Unnið með sögulega texta, hugtök og atburði og greint, einnig búinn til sögurammi til staðsetningar í tíma og rúmi.

Meginmarkmið áfangans er að aðstoða nemandann í að glöggva sig kröfum væntanlegra viðtökuskóla eða atvinnulífs. Þannig er ekki gert ráð fyrir að allir nemendur séu að fást við sömu viðfangsefni. Að áfanganum geta komið ýmsir aðilar eins og umsjónarkennari nemandans, námsráðgjafi skólans, bókasafnsfræðingur skólans, nemendur, aðilar utan skólans o.s.frv.   Nám í áfanganum felst first og fremst í virkri þátttöku nemandans.  Hann gerir grein fyrir framtíðaráformum sínum hvað varðar nám og starfsval.  Hann leitar upplýsinga um viðkomandi nám og starf og kynnir fyrir samnemendum sínum. Nemandinn velur skóla á háskólastigi  til kynningar.  Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð við upplýsingaöflun.  Nemandanum gefst kostur á að taka áhugasviðskönnun sem kortleggur áhugasvið hans.

Farið er í gerð og starfsemi taugakerfis, einkum heila og taugafrumna.  Hormónakerfið og tengsl hormóna við hegðun eru einnig tekin fyrir.  Skynjun, lífeðlislegar undirstöður hennar og hugræn úrvinnsla er til umfjöllunar, sem og skynvillur.  Fjallað er um vitund og breytt vitundarstig svo sem: svefn, drauma, dagdrauma, dáleiðslu og vímu af völdum lyfja.  Ef áhugi er fyrir hendi má dýpka umfjöllun um annað hvort dulræna skynjun eða vímuefni, meðferð og forvarnir.

 Viðfangsefni áfangans eru tvenns konar. Í fyrsta lagi er fjallað um fötlun og áhrif fötlunar á sjálfsmynd og líf einstaklings og fjölskyldu hans. Unnin eru verkefni um aðstæður fatlaðra barna og fullorðinna á Íslandi. Í öðru lagi er fjallað um öldrun og mál sem tengjast henni. Litið er á rannsóknir og kenningar um breytingar á skynjun, hugsun og heilsu með hækkandi aldri. Viðhorf til aldraðra eru skoðuð og nemendur taka einkaviðtal við eldri borgara þar sem komið er inn á fyrrnefnda hluti, lífshlaup rakið og aðlögun einstaklings að breytingum

Vinnustaðanám á sérdeildum.

Vinnustaðanám  á öldrunardeild á vorönn 2018

Þessi áfangi er blanda af almennri lyfjafræði, lyfjahvarfafræði og lyfhrifafræði.

Í áfanganum er aðallega farið í helstu maga- og þarmalyf, öndunarfæralyf, húðlyf, tauga- og geðlyf, sykursýkislyf og hjarta- og æðasjúkdómalyf.

Einnig er farið almennt í lyfjaskrár og hvernig leita má upplýsinga um lyf í Sérlyfjaskrá. Farið er stuttlega í ATC-flokkunarkerfið og geymslu og fyrningu lyfja. Farið er í ýmis atriði sem tengjast lyfjafræði, svo sem almenna verkun, staðbundna verkun, aðgengi lyfja, "first-pass" áhrif, helmingunartíma, lækninga-legan stuðul og blóðstyrkskúrfur. Einnig er farið í mismunandi lyfjaform.

Í áfanganum læra nemendur um meingerð, einkenni, orskir, afleiðingar og meðferð algengra sjúkdóma í hjarta, æðum, innkirtlum, öndunarfærum, meltingarfærum, þvagfærafærum og æxlunarfærum. Geðraskanir og geðsjúkdómar eru teknir fyrir. Þekki einkenni, orsakir og meðferðarmöguleika og leiðir til að draga úr einkennum.

Áfanganum eru tekin fyrir almenn sjúkdómafræði.

Markmið áfangans er að nemendur fái undirstöðuþekkingu í grófbrytjun og hlutun kjötskrokka. Fjallað er um meðferð, umönnun og hreinsun handverkfæra s.s hnífa. Kennt er að leggja hnífa og stála. Farið er yfir uppbyggingu vöðva, heiti kjötstykkja og helstu hlutunaraðferðir. Rætt er um mikilvægi persónulegs hreinlætis og hlífðarfatnaðs.


Markmið áfangans er að nemendur fái undirstöðuþkkingu í góðri meðferð sláturdýra fyrir slátrun s.s deyfingu, raförvun aflífun, stungu/blóðtæmingu, fláningu, innanúrtöku, snyrtingu kjöts og verkun sláturafurða. Í áfanganum er fjallað um móttöku sláturdýra, mismunandi deyfingar og aflífunaraðferðir, kosti og galla aðferðanna m.t.t dýraverndar og gæði kjöts. Kenndar verða réttar stunguaðferðir og afleiðingar þeirra, mikilvægi notkunar á réttum vinnubrögðum við fláningu með hreinlæti, gæði skrokka, gæra og húða og geymsluþols kjöts í huga. Rætt er um vinnubrögð við innanúrtöku, heilbrigðisskoðun og hindrun smits vegna innihalds úr meltingarvegi. Farið er í snyrtingu og sýnatöku vegna hollustu, örgyggis og rekjanleika matvæla. Nemendur læra snyrtingu á kjötskrokkum og innyflum þ.e hversu mikið á að snyrta, hvernig og hversvegna. Nemendur kynnast hirðingu og meðferð á blóði, hausum, líffærum, vömbum, görnum, kirtlum o.fl. Farið verður yfir lög og reglugerðir um dýravernd, útbúnað sláturhúsa og íslenska matvælalöggjöf með áherslu á matvælaöryggi kjötafurða.Markmið áfangans er að nemendur öðlist undirstöðuþekkingu á næringarfræði matvæla með áherslu á kjötvörur. Í áfanganum er fjallað um næringarefnin, hlutverk þeirra, skortseinkenni og ráðlagða dagskammta. Farið er yfir ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um mataræði og næringarefni. Nemendur læra að nota næringarefnaforrit og reikna út næringargildi matvæla. Fjallað er um flokkun fæðutegunda og næringargildi þeirra, áhrif matreiðslu á næringargildi. Nemendur kynnast hugtökunum markfæði, erfðabreytt matvæli, notkun aukaefna í matvælum og vörumerkingar með hliðsjón af kjötvörum. Nemendur velta fyrir sér spurningunni hvort kjötvara sé markfæði. Fjallað er um á einfaldan hátt efnafræði lifandi og dauðra lífvera s.s niðurbrot, aukaefni, eðlissvipting, mengun og efni sem notuð eru til að hreinsa ílát undir matvæli.


Markmið áfangans er að nemendur öðlist undirstöðuþekkingu á uppruna, dreifingu, gerð, stærð og fjölgun örvera í matvælum. Fjallað er um gerla, sveppi og veirur. Áhrifaþættir á vöxt örvera eru teknir fyrir. Rætt er um smit, smitleiðir og helstu matarsýkingar af völdum örvera. Nemendur kynnast helstu rotvarnarefnum. Áhersla er lögð á mikilvægi þrifa og sótthreinsunar í tengslum við örverur og matvælavinnslu. Tekin eru fyrir helstu hreingerningarefni og aðferðir við þrif. Farið er yfir lög og reglugerðir er tengjast viðfangsefni áfangans og tengsl þess við HACCP.


Markmið áfangans er að nemendur kynnist helstu vélum og tækjum sem notuð eru við slátrun í sláturhúsum, notkun þeirra og meðferð. Lögð er áhersla á fyrirbyggjandi eftirlit og gott ástand véla og mikilvægi öryggisatriða við vélavinnu. Kynntar eru sláturlínur og nýjungar í tækjakosti.


Markmið áfangans 

Markmið áfangans er að kynna nemendum mikilvægi heilsuverndar, vinnuvistfræði og verkstjórn á vinnustað. Í áfanganum er lögð áhersla á samspil vinnu og umhverfis við líkamlega, andlega og félagslega vellíðan starfsmanna. Nemendur kynnast hugtökunum áhættumat, vinnustaðaúttekt, líkamlegt álag, líkamsbeiting, forvarnir, vinnuvistfræði og vinnusálfræði. Farið er yfir lög og reglur um öryggismál, vinnuvernd, reglur og skyldur vinnuveitenda, verkstjóra og starfsmanna auk skráningaskyldu. Nemendur fá þjálfun í að takast á við félagslega þætti á vinnustað sem mögulega geta haft áhrif á heilsufar fólks. Farið verður í samskipti á vinnustað, samskiptastjórnun, að leysa úr ágreiningi og að takast á við einelti.

enska starfsbraut haustönn 2016

Haldið er áfram að kenna samkvæmt námsskrá til undirbúnings almenns ökuprófs. Helstu þættir námsefnisins eru: Bíllinn og umhirða hans, mannlegi þátturinn, vegurinn og umhverfi hans, umferðarmerki, umferðarlög, vegakerfið, umferðarhegðun og akstur við mismunandi aðstæður. Unnið er markvisst að undirbúningi nemenda fyrir almennt ökupróf. Haldið er áfram með notkun á Netinu við öflun á fræðsluefni og verkefnum og fræðilegi hlutinn lagaður meira að beinni tengingu við verklega hluta ökunámsins.

Umferðarfræði á starfsbraut

Fyrsti áfangi í Lífsleikni á Starfsbraut

Íslensku áfangi á starfsbraut

Haldið er áfram að kenna samkvæmt námsskrá til undirbúnings almenns ökuprófs. Helstu þættir námsefnisins eru: Bíllinn og umhirða hans, mannlegi þátturinn, vegurinn og umhverfi hans, umferðarmerki, umferðarlög, vegakerfið, umferðarhegðun og akstur við mismunandi aðstæður. Unnið er markvisst að undirbúningi nemenda fyrir almennt ökupróf. Haldið er áfram með notkun á Netinu við öflun á fræðsluefni og verkefnum..

Áfanginn er fyrir nemendur sem eru á starfsnámsbrautum. Á áfanganum er lagður grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði. Farið verður í tölfræði, líkindareikning, gröf, hlutfalla- og prósentureikning, flatarmál og rúmmál. Áhersla er lögð á lausnir hagnýtra verkefna.

Fornám í stærðfræði

Spurningar og próf

Stærðfræði 2CC05 haust 2016

Annar áfangi í röð 1. þreps áfanga.

Föll, ferlar og diffrun.

Efni áfangans er talnareikningur, bókstafareikningur, jöfnur, hlutföll og prósentur, hnitareikningur, þríhyrningar, flatarmál, rúmmál og yfirborð.

Áfanginn er kenndur í helgarnámi vor 2018

Áfanginn er kenndur í helgarnámi haust 2017

Þessi áfangi er kenndur á vorönn 2017 fyrir helgarnema.

Lita og formfræði fyrir Húsgagnasmiði

Þessi áfangi samanstendur af þremur námsgreinum sem eru INK, INR og GLU.

Grunnur í rennismíði


Áfangar