Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra

Námsvefur

Velkomin á námsvef Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. FNV hefur starfað síðan haustið 1979. Nemendur hafa verið u.þ.b. 700 talsins síðustu ár, þar af um 100 á heimavist skólans. Skólinn starfar samkvæmt áfangakerfi og býður upp á iðnnám og nám til stúdentsprófs auk náms á styttri námsbrautum undir einkunnarorðunum: Vinnusemi-virðing-vellíðan.

Fréttir

(There are no discussion topics yet in this forum)

Available courses

Hér ætlum við að safna öllu því sem við viljum um leiðsagnarnám

Í áfanganum kynnast nemendur forritanlegum hússtjórnarkerfum. Farið er uppbyggingu á DALI og Funk-bus hústjórnarkerfum og hönnun þeirra. Nemendur læra uppsetningu kerfa ásamt efnisvali og möguleikum búnaðar til stjórnunar rafkerfa í flestum tegund

Enska 3BK05

Enska 3VF05 í fjarnámi

Áfangi fyrir nýnema til að skrá sig inn á

Fjölmargir hópar, hérlendis sem erlendis, telja sig ekki njóta grundvallarmannréttinda í samfélaginu. Sem dæmi má nefna flóttamenn, fatlaða, hinsegin og kynsegin fólk og ýmsa þjóðernishópa.

Í áfanganum verða mannréttindi sem birtast m.a. í stjórnarskrá Íslands skoðuð m.t.t. umræðu í nútímanum um mannréttindi og meint brot á þeim gagnvart ýmsum hópum og einstaklingum á Íslandi. Gerð verður grein fyrir alþjóðlegum mannréttindasamningum og sáttmálum sem Ísland á aðild að og ljósi varpað á orðræðu nútímans um mannréttindi og skort á þeim bæði hér á landi og vítt og breitt um heiminn. Áhersla er á að tengja námsefnið reynsluheimi nemanda, auka víðsýni hans og rökhugsun og sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Nemandinn þjálfast í heimildavinnu- og rýni af ýmsu tagi.


Lokaverkefni í hestamennsku

Fóðrun og heilsa I

:  Þetta er bóklegur áfangi í hestamennsku. Kennslan verður í formi fyrirlestra, sýnikennslu, umræðna, einstaklings og hópverkefna. Farið verður í vettvangsferð/ir. Sýnikennsla verður til að tengja saman bóklega og verklega þætti reiðmennskunnar.

 Meginviðfangsefni áfangans er að kenna nemendum helstu þjálfunarhugtök og skilgreiningar sem liggja þeim að baki . Líffræði hestisins, og umhirðu hesta. Byggingu hestsins, hreyfifræði og miklvægi góðs andlegs jafnvægis. Farið er ítarlega í gangtegundir íslenska hestsins. Helstu þjálfunarstig Klassískarar reiðmennsku og grunnatriði þjálfunar með tilliti til hreyfieðlis hestsins. Hvernig skal minnka misstyrk og fá hestinn samspora Kynntar til sögunnar mismunandi vinnu aðferði og nálgun við þjálfun hesta. Fimiæfingar og baugavinna gildi og framkvæmd. Aðferið við tölt og stökkþjálfun. Þjálfunarslár og grunnatrið hindrunarstökks.


Upptökur kvikmynda og sjónvarpsþátta, hvort sem um er að ræða stúdíóupptökur eða upptökur á tökustað utandyra, er afar lærdómsríkt ferli. Á tökustað vinna tugir manna saman að ólíkum verkefnum, sem öll þarf að leysa rétt af hendi á réttum tíma. Í áfanganum kynnast nemendur af eigin raun hvernig kvikmynd er tekin upp á tökustað. Þetta er gert með sjálfboðaliðavinnu nemenda við upptöku kvikmyndar/kvikmynda á tökustað undir leiðsögn kennara. Nemendur læra raunveruleg vinnubrögð á tökustað og jafnframt gefst þeim kostur á að nýta hugtakaþekkingu, orðaforða og faglega færni sem þeir hafa aflað sér í fyrri áföngum brautarinnar.

Í áfanganum vinna nemendur með eigin hugmynd að vandaðri stuttmynd, sem verður lokaverkefni þeirra í kvikmyndagerð. Hugmyndinni er í upphafi skilað sem útdrætti að mynd, sem síðan er unnin áfram í samvinnu og undir handleiðslu ráðgjafa. Samhliða er lögð fram myndstikla til kynningar á verkinu fyrir framleiðendum og fjármögnunaraðilum. Þegar verkinu er lokið á það að vera hæft til þátttöku í samkeppni framleiðenda um gott handrit fyrir stuttmynd/heimildarmynd. Verkið skilast sem fullbúið handrit að stuttmynd ásamt, myndstiklu og nauðsynlegum fylgigögnum. Unnið undir leiðsögn kennara og faglegs rýnihóps.

Í áfanganum er unnið með lýsingu og hljóðupptöku á tökustað. Nemendur kynnast hlutverki hljóðsetningar og tónlistar við uppbyggingu kvikmynda með því að horfa á valin atriði úr kvikmyndum með tilliti til lýsingar þeirra og hljóðlegrar uppbyggingar. Nemendur undirbúa lýsingu á tökustað og þjálfa grunnatriði við upptöku á hljóði fyrir kvikmynd. Nemendur hljóðvinna og hljóðsetja nokkur stutt myndskeið, með áherslu á samspil mismunandi lýsingar og hljóðs.

Í áfanganum verða skoðaðar mismunandi gerðir heimildarkvikmynda frá ýmsum tímum og rýnt í tilgang þeirra og heimildagildi. Allt frá fullkomlega sviðsettum, leiknum og mikið leikstýrðum heimildarmyndum til algerlega óleikstýrðra heimildarmynda þar sem kvikmyndatökuvél fylgist með líkt og fluga á vegg. Kynntar verða nokkrar helstu meginreglur um uppbyggingu, myndatöku og klippingu heimildarmynda fyrir sjónvarp og kvikmyndahátíðir. Nemendur leggja drög að eigin heimildarmynd sem þeir taka upp og klippa og skila í lok áfanga.

Markmið áfangans er að kynna fyrir nemendum mismunandi uppbyggingu kvikmyndahandrita og gerð þeirra með hjálp sérhæfðra forrita. Farið verður yfir frumsamin handrit, helstu atriði í uppbyggingu handrita, tekin dæmi um hvernig bækur hafa verið umskrifaðar í kvikmyndahandrit ásamt handrit að heimildarmyndum. Megináhersla á dramatíska uppbyggingu sögu sem sögð er með hjálp kvikmyndarinnar.

Markmið áfangans er að kynna nemendum grunnatriði kvikmyndagerðar í gegnum stuttmynda-og/eða heimildarmyndaformið. Jafnframt að kynna fyrir nemendum mismunandi uppbyggingu kvikmynda eftir eðli þeirra og tegund. Nemendur læri meginatriði stuttmyndagerðar, gerð tökuáætlunar, undirbúning á upptökustað, grunnatriði í beitingu kvikmyndatökuvélar og grunnatriði við notkun sérhæfðs klippiforrits. Nemendur skila í lok áfangans stuttmynd (leikna eða heimildarmynd), sem unnin er í hópvinnu.

Í áfanganum er farið yfir öll helstu grundvallaratriðin í almennri skyndihjálp. 

Nemendur fá bæði bókleg og verkleg verkefni til að leysa í áfanganum.

Námsmat í áfanganum byggir á símati...

Áfanginn er að mestu fræðilegur, þó er vel gerlegt að flétta verklegum æfingum inn í kennsluna.

Í áfanganum er farið yfir mikilvægi hreyfingar og heilbrigðs lífsstíls fyrir mannskepnuna frá upphafi til enda...

Megin viðfangsefni áfangans er fjölbreytt líkamsrækt þar sem grunnþættirnir þrír; þol, styrkur og liðleiki eru undirliggjandi og allt í kring.

Grunnáfangi í íþróttafræði á íþrótta- og tómstundabraut og íþróttaakademíu...

Farið í grunnþætti er varða uppbyggingu þjálfunar fyrir yngstu aldurshópana.

Farið yfir vöxt og þroska barna og unglinga og hvernig skuli taka mið af þeim þroskaferlum sem eru í gangi hverju sinni í sambandi við þjálfun og líkamlegt álag.

Einnig komið inn á skipulag og starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga. 

Nemendur þekki eðlis- og efnafræðieiginleika efna. Kynnist grunnþáttum eðlisfræði bygginga og einstökum vistfræðiþáttum, svo sem hita, raka og hljóðvist, grunnþáttum kraftafræðinnar, álagsstöðlum sem settar eru í byggingareglugerð. Fjallað um áhrif náttúruafla á byggingar og byggingarefni og rætt um áhrif og afleiðingu loftmengunar.

Í þessum áfanga er fjallað um jafnstraums-mótora og rafala, einfasa riðstraums -mótora og -spennubreyta. Tengdar eru ýmsar rafvélar, gerðar prófanir og mælingar á þeim til skýrslugerðar. Fjallað er um merkiskilti og upplýsingarit fyrir mismunandi rafvélar og notkun þeirra.

Í áfanganum kynnast nemendur tölvunetkerfum, mismunandi gerð þeirra, margvíslegri uppbyggingu og þeim búnaði sem þau samanstanda af. Nemendur kynnast virkni tölvuneta með því að tileinka sér netkerfistaðlana OSI og TCP/IP. Höfuðáhersla áfangans er að kenna nemendum grunninn í vélbúnaði tölvunetkerfa, stillingar á búnaði og tengingu milli íhluta þeirra. Nemendur læra einnig að hanna meðalstór netkerfi og skipta stórum kerfum upp í minni. Mælt er með að gagnvirkt rafrænt námsefni frá Cisco, sé notað. Námsefnið heitir CCNA1 og er liður í námsefni sem nær til alþjóðlegu starfsréttindagráðunnar CCNA.

Í áfanganum kynnast nemendur forritanlegum raflagnakerfum (intelligent installation), tilgangi þeirra og möguleikum. Kynnt er einfalt heimilisstjórnunarkerfi. Kennt er á forrit sem notuð eruvið forritun kerfa og hvernig á að nota þau. Farið er í uppbyggingu forritanlegra raflagnakerfa og undirbúning og skipulag forritanlegra kerfa þ.e. undirbúning forritunar, efnislista, virkniskrár, lampaplön og hvernig á að sækja PDF og forritunarskrár á netinu. Fjallað er um einstaka íhluti sem notaðir eru í einfaldari kerfum sem og tengingar og uppröðun búnaðar.

Nemendur leggja nauðsynlegar lagnir og fá þjálfun í að tengja búnað og forrita kerfið þannig að þeir geti á sjálfstæðan hátt gengið frá slíku kerfi. Nemendur forrita og tengja nokkur verkefni og ganga frá handbókum fyrir verkefnin

Áfanginn fjallar um uppbyggingu, uppsetningu og viðhald einfaldra viðvörunarkerfa svo sem brunaviðvörunarkerfa og þjófavarnarkerfa fyrir heimili og smærri fyrirtæki.
Fjallað er um neyðarlýsingar og hvernig þær eru uppsettar. Fjallað er um íhluti, eiginleika, hlutverk og notkunarsvið og nemendur þjálfast í að tengja einföld viðvörunarkerfi samkvæmt teikningum og fyrirmælum eða eftir eigin hönnun.
Þá fá nemendur æfingu í þjónustu og viðhaldi slíkra kerfa.

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynni sér reglugerð um raforkuvirki og kynnist því hvernig ákvæðum reglugerðar um öryggisþætti er framfylgt við verklegar framkvæmdir. Farið er í varnarráðstafanir, yfirstraums- og yfirspennuvarnir, búnað og efnisval með tilliti til nýframkvæmda, viðhalds og endurbóta á gömlum neysluveitum.
Kynntar eru vinnureglur löggildingastofa, frágang á umsóknaeyðublöðum um heimtaug, verktöku og úttektabeiðnum. Farið verður í vettvangsferðir í mismunandi neysluveitur og gerðar úttektir á þeim í samvinnu við rafverktaka.
Einnig er farið í frágang á tilkynningarskyldum eyðublöðum til löggildingarstofu og rafveitu. Reglugerðir um raflagnir skipa eru einnig kynntar.
Farið verður í þau atriði byggingareglugerðar sem varða raflagnir og rafbúnað.
Farið verður í reglugerð um raflagnir í skipum.

Nemendur kynna sér tölvuleiki af mörgum gerðum og fræðast um sögu tölvuleikja. Farið er í undirstöðuatriði forritunar og leikjagerð og er lögð áhersla á að nemendur sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum í því að áfanga loknum. Nemendur kynna sér hönnun, forritun og prófun tölvuleikja, og villugreiningu og almenna forritun. Námið nýtist sem undirbúningur í frekari nám í tölvuleikjagerð og forritun.

Í áfanganum er fjallað um sögu jarðar, tímabil hennar og hvað einkennir þau. Sérstök áhersla verður lögð á jarðsögu Íslands, myndun og mótun lands fyrir og á Ísöld. Áfanginn byggir að miklu leyti á verkefnavinnu.

Ólífræn efnafræði 2

Oxunar/afoxunarhvörf, oxunartölur, oxarar og afoxarar. Orka í efnahvörfum og varmabreytingar. Jafnvægislögmálið, og jafnvægi efnahvarfa. Lögmál Le Chateliers, leysni salta og leysnimargfeldi. Sýrur og basar, sýrufastar, sýru-/basahvörf , búfferar, pH og títrun. Lögð er áhersla á sjálfstæði í verklegum æfingum og vinnubrögðum almennt.

Áfanginn spannar alla söguna frá fornöld til aldamóta 2000. Valdir eru ákveðnir þættir er snerta menningu og listir og  fjallað um þá. Byrjað er á menningu Forn-Grikkja og Rómverja, en til þeirra sækir menning Vesturlanda í dag mjög mikið. Endurreisn lista og vísinda um 1500 er skoðuð. Fjallað er um barokk list sem einkenndi einveldisstjórnarfar í Evrópu, upplýsinguna og áhrif hennar á menningu og þær breytingar sem urðu á síðari hluta 19. aldar. Helstu lista og menningarstefnum 20. aldarinnar eru einnig gerð skil, s.s. framúrstefnuhreyfingum, kvikmyndinni, módernisma og póstmódernisma. Nemendur vinna einnig verkefni er tengjast menningu þjóða utan Evrópu.

Áfanginn er lokaverkefnisáfangi. Nemendur vinna í áfanganum lokaverkefni sem byggir á fræðilegri þekkingu í hjúkrun. Lokaverkefnið er skrif á heimildaritgerð. Nemendur dýpka og þjálfa færni sína í ritun heimildaritgerða og þeim fræðilegu vinnubrögðum sem krafist er við vinnslu og frágang slíkra ritgerða. Lögð er áhersla á notkun viðurkenndra heimilda innan heilbrigðisvísinda. Nemendur vinna undir verkstjórn kennara á sjálfstæðan hátt þar sem krafist er frumkvæðis, vandaðra vinnubragða, sköpunar og ábyrgðar á eigin námi. Nemendur kynna viðfangsefni sitt að loknum skrifum í gegnum skype eða með öðrum hætti.


Í áfanganum er fjallað um skráningu og meðferð persónuupplýsinga í sjúkraskrá, varðveislu þeirra gagna, þagnarskyldu um upplýsingar í sjúkraskrám og rafræna sjúkraskrá. Farið í lög um sjúkraskrá, réttindi sjúklinga, hlutverk og skyldur heilbrigðisstarfsfólks í tengslum við sjúkraskrá. Upplýsingaleit á netinu m.a. skoðaður gagnagrunnar fyrir heilbrigðisvísindi, leitað verður í þessum gagnagrunnum að upplýsingum og nauðsyn þeirra metin. Fjallað er um uppsetningu ritgerða, áreiðaleika heimilda og uppsetning ritgerða samkvæmt APA tilvísunarkerfinu.


Áfangalýsing:

Nemendur öðlist þekkingu og skilning á örverum,umhverfi þeirra og vörnum gegn þeim. Í áfanganum er fjallað um mismunandi tegundir og eiginleika sýkla. Fjallað er um smitleiðir og helstu flokka smitsjúkdóma. Farið er í grundvallaratriði í vörnum líkamans gegn sýklum og fjallað um áhrif ónæmisbælingar. Fjallað er um smitgát og smitvarnir. Undirstöðu atriði í ræktun baktería kynnt. Saga sýklafræðinnar, bakteríur, veirur, sveppir, aðlögunarhæfni, smithæfni, þol, ræktunaraðferðir, Gram litun, smitleiðir, sýkingar, ónæmiskerfi, ónæmi, ónæmisbæling, bóluefni, bólusetning, smitgát, sótthreinsun, dauðhreinsun, sýklalyf.

Í áfanganum læra nemendur um meingerð, einkenni, orskir, afleiðingar og meðferð algengra sjúkdóma í hjarta, æðum, innkirtlum, öndunarfærum, meltingarfærum, þvagfærafærum og æxlunarfærum. Geðraskanir og geðsjúkdómar eru teknir fyrir. Þekki einkenni, orsakir og meðferðarmöguleika og leiðir til að draga úr einkennum.

Umferðarfræði á starfsbraut

Fyrsti áfangi í Lífsleikni á Starfsbraut

Íslensku áfangi á starfsbraut

Haldið er áfram að kenna samkvæmt námsskrá til undirbúnings almenns ökuprófs. Helstu þættir námsefnisins eru: Bíllinn og umhirða hans, mannlegi þátturinn, vegurinn og umhverfi hans, umferðarmerki, umferðarlög, vegakerfið, umferðarhegðun og akstur við mismunandi aðstæður. Unnið er markvisst að undirbúningi nemenda fyrir almennt ökupróf. Haldið er áfram með notkun á Netinu við öflun á fræðsluefni og verkefnum..

Áfanginn er fyrir nemendur sem eru á starfsnámsbrautum. Á áfanganum er lagður grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði. Farið verður í tölfræði, líkindareikning, gröf, hlutfalla- og prósentureikning, flatarmál og rúmmál. Áhersla er lögð á lausnir hagnýtra verkefna.

Fornám í stærðfræði

Stærðfræði 2CC05 



Courses