Áfanginn fjallar um uppbyggingu, uppsetningu og viðhald einfaldra viðvörunarkerfa svo sem brunaviðvörunarkerfa og þjófavarnarkerfa fyrir heimili og smærri fyrirtæki.
Fjallað er um neyðarlýsingar og hvernig þær eru uppsettar. Fjallað er um íhluti, eiginleika, hlutverk og notkunarsvið og nemendur þjálfast í að tengja einföld viðvörunarkerfi samkvæmt teikningum og fyrirmælum eða eftir eigin hönnun.
Þá fá nemendur æfingu í þjónustu og viðhaldi slíkra kerfa.
- Teacher: Garðar Ágúst Árnason