Í áfanganum er farið i helstu þætti hestatengdar ferðaþjónustu. Nemandinn fær kennslu og æfingu í störfum greinarinnar og lærir að aðstoða fagfólk við að skipuleggja og undirbúa hestaferð. Einnig að leiðbeina byrjendum (börnum og fullorðnum) í hestamennsku. Farið er í öryggismál, samskipti við viðskiptavini og almennar vinnureglur á hestaleigum og reiðskólum. Kennd skyndihjálp í hestamennsku. Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur og gæti verið kenndur í lotum.