Í áfanganum verður lögfræði sem fræðigrein kynnt þar sem fjallað verður um aðferðafræði og mikilvæg grundvallarhugtök lögfræðinnar auk þeirra réttarheimilda sem lögfræði grundvallast á. Nemendur munu þjálfast í að lesa lög og greina réttarstöðu aðila og réttaráhrif laga. Markmið áfangans er að veita nemendum góða innsýn í aðferðafræði lögfræðinnar og er ætlað að hafa hagnýtt gildi til að veita nemendum þá grundvallarfærni og þekkingu sem þörf er á til þess að geta lesið og túlkað lög.