Áfanginn er grunnáfangi í tölfræði. Í honum er fjallað um lýsandi tölfræði, þ.e. tölfræðigögn, miðsækni og dreifingu, flokkun gagna, úrtak og þýði, einkennishugtök, s.s. meðal- og miðgildi, frávik, tíðni og tíðnidreifingu og myndræna framsetningu gagna. Einnig er fjallað um tölfræðigreiningu, m.a. úrtaksfræði, meginmarkgildissetningu tölfræðinnar, fylgni og aðhvarfsgreiningu, ályktunartölfræði og tilgátur og prófanir. Einnig er fjallað um marktekt, öryggismörk og skekkjumörk.