Áfanginn er lokaverkefnisáfangi. Nemendur vinna í áfanganum lokaverkefni sem byggir á fræðilegri þekkingu í hjúkrun. Lokaverkefnið er skrif á heimildaritgerð. Nemendur dýpka og þjálfa færni sína í ritun heimildaritgerða og þeim fræðilegu vinnubrögðum sem krafist er við vinnslu og frágang slíkra ritgerða. Lögð er áhersla á notkun viðurkenndra heimilda innan heilbrigðisvísinda. Nemendur vinna undir verkstjórn kennara á sjálfstæðan hátt þar sem krafist er frumkvæðis, vandaðra vinnubragða, sköpunar og ábyrgðar á eigin námi. Nemendur kynna viðfangsefni sitt að loknum skrifum í gegnum skype eða með öðrum hætti.


Sjá lýsingu á starfsþjálfun í námskrá sjúkraliða á heimasíðu FNV og pósti til ykkar sem þið eigið. Sömu reglur gilda um starfsþjálfun á sjúkraliðabrú og braut.

Vinnustaðanám á sérdeildum.  Vinnustaðanám (verklegt nám á deild – ólaunað): VINN3FG08 er vinnustaðanám (verklegt ólaunað) á sérdeild. Hver nemandi tekur 15 átta klukkustunda vaktir á tímabilinu 17.febrúar til 8.mars.

Ekki er leyfilegt að þjappa saman vöktum á þessu tímabili.

VINN3ÖH08 áfanginn er verklegur áfangi það er vinnustaðanám á öldrunarlækningadeild á vorönn 2020. Nemendur taka 15 vaktir (ólaunað) á öldrunardeild eða hjúkrunarheimili undir leiðsögn reynds sjúkraliða sem er leiðbeinandi hans. Verklega námið í áfanganum tekur þrjár vikur og er verklega tímabilið frá 17.febrúar til 8.mars.

Kennari hefur eftirlit með nemum í verklega náminu og kemur í heimsókn allavega einu sinni og efir þörfum.

Í verklega náminu á deild eru nemendur með ferilbók þar sem leiðbeinandi gefur nemanda umsögn um mitt tímabilið og í lokin ásamt einkunn. Einnig þurfa nemendur  að skila ritgerð og dagbók í áfanganum og skila á Moodle


Áfanginn er blanda af almennri lyfjafræði, lyfjahvarfafræði og lyfhrifafræði.

Í áfanganum er aðallega farið í helstu maga- og þarmalyf, öndunarfæralyf, húðlyf, tauga- og geðlyf, sykursýkislyf og hjarta- og æðasjúkdómalyf.

Einnig er farið almennt í lyfjaskrár og hvernig leita má upplýsinga um lyf í Sérlyfjaskrá. Farið er stuttlega í ATC-flokkunarkerfið og geymslu og fyrningu lyfja. Farið er í ýmis atriði sem tengjast lyfjafræði, svo sem almenna verkun, staðbundna verkun, aðgengi lyfja, "first-pass" áhrif, helmingunartíma, lækninga-legan stuðul og blóðstyrkskúrfur. Einnig er farið í mismunandi lyfjaform.

Í áfanganum eru tekin fyrir viðfangsefni úr náttúru og nútímatækni þar sem tvinnast saman nokkur grundvallar eðlis-og efnafræðilögmál og kenningar. Orkulögmálið er
þungamiðja áfangans og ýmsar myndir þess tengdar tækni með íslenskar aðstæður að leiðarljósi. Gert er ráð fyrir að farið verði í öll þau atriði sem útlistuð eru í áfangamarkmiðunum en útfærsla þeirra verði mismikil eftir áherslum skóla og áhugasviðum nemenda. Þannig geti nemandi dýpkað þekkingu sína nokkuð á
völdum viðfangsefnum áfangans, samþætt verkefnið öðrum NÁT-áföngum og fleiri greinum og jafnvel átt í samstarfi við aðila utan skólakerfisins. Verkefnin skulu
eiga það sameiginlegt að fjalla um samspil náttúru, tækni og samfélags, gagnvirk tengsl náttúru og menningar og þá þætti eða öfl sem mestu ráða um umgengni okkar við náttúruna og auðlindir jarðar.