Í áfanganum eru helstu þættir ferðaþjónustu sem atvinnugreinar skoðaðir ásamt ólíkum greinum hennar. Helstu hugtök er tengjast ferðamálum eru rædd og skilgreind. Athugað er hvers vegna fólk ferðast, hvað einkennir ferðamanninn og tegundir ferðamanna. Samspil ferðaþjónustu og sjálfbærni, kostir og gallar ferðaþjónustu sem atvinnugreinar og afls til uppbyggingar atvinnulífs er tekið fyrir. Ferðaþjónusta í heimabyggð nemenda er skoðuð og nemendur vinna verkefni er tengjast ferðaþjónustu, ferðamálafræði og heimabyggð.