Í áfanganum er farið í grundvallaratriði efna- og líffræði með það að markmiði að nemendur þekki helstu grunnhugtök og nái að tengja þau við fyrri þekkingu og daglegt líf. Einnig að þeir þjálfist í grundvallarvinnubrögðum við tilraunir í efna- og líffræði, kynnist söfnun gagna, túlkun og framsetningu niðurstaðna.