Í áfanganum er fjallað um bókmenntir og bókmenntasögu 19.‒21. aldar. Bókmenntastefnur tímabilsins verða skoðaðar vandlega og lesnir fjölbreyttir textar í tengslum við þær. Nemendur þjálfast í bókmenntafræðilegri túlkun og greiningu og fá tækifæri til að tjá sig um efnið á fjölbreyttan og skapandi hátt. Haldið verður áfram að þjálfa nemendur í ritgerðarsmíð.