Í áfanganum er farið yfir öll helstu grundvallaratriðin í almennri skyndihjálp. 

Nemendur fá bæði bókleg og verkleg verkefni til að leysa í áfanganum.

Námsmat í áfanganum byggir á símati...

Áfanginn er að mestu fræðilegur, þó er vel gerlegt og líklegt að við að fléttum verklegum æfingum inn í kennsluna.

Í áfanganum er farið yfir mikilvægi hreyfingar og heilbrigðs lífsstíls fyrir mannskepnuna frá upphafi til enda.

Megin viðfangsefni áfangans er fjölbreytt líkamsrækt þar sem grunnþættirnir þrír; þol, styrkur og liðleiki eru undirliggjandi og allt í kring.

Grunnáfangi í íþróttafræði á íþrótta- og tómstundabraut og íþróttaakademíu...

Farið í grunnþætti er varða uppbyggingu þjálfunar fyrir yngstu aldurshópana.

Farið yfir vöxt og þroska barna og unglinga og hvernig skuli taka mið af þeim þroskaferlum sem eru í gangi hverju sinni í sambandi við þjálfun og líkamlegt álag.

Farið yfir hvernig koma má í veg fyrir álagsmeiðsli sem og hvernig skal meðhöndla þau og önnur íþróttameiðsli. 

Farið yfir grunnatriði varðandi heilsusamlegan lífsstíl og mikilvægi næringaríks mataræðis í því samhengi.

Einnig komið inn á skipulag og starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga.

Ýmsir möguleikar til íþrótta- og tómstundastarfs skoðaðir í okkar nærumhverfi.