Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra

Námsvefur

Velkomin á námsvef Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. FNV hefur starfað síðan haustið 1979. Nemendur hafa verið u.þ.b. 700 talsins síðustu ár, þar af um 100 á heimavist skólans. Skólinn starfar samkvæmt áfangakerfi og býður upp á iðnnám og nám til stúdentsprófs auk náms á styttri námsbrautum undir einkunnarorðunum: Vinnusemi-virðing-vellíðan.

Fréttir

(Ekki hefur enn verið stofnað til umræðuþráða í þessari umræðu)

Áfangar í boði

Hér ætlum við að safna öllu því sem við viljum um leiðsagnarnám

Í áfanganum kynnast nemendur forritanlegum hússtjórnarkerfum. Farið er uppbyggingu á DALI og Funk-bus hústjórnarkerfum og hönnun þeirra. Nemendur læra uppsetningu kerfa ásamt efnisvali og möguleikum búnaðar til stjórnunar rafkerfa í flestum tegund

Enska 3VF05 í fjarnámi

Áfangi fyrir nýnema til að skrá sig inn á

Í áfanganum er farið i helstu þætti hestatengdar ferðaþjónustu. Nemandinn fær kennslu og æfingu í störfum greinarinnar og lærir að aðstoða fagfólk við að skipuleggja og undirbúa hestaferð. Einnig að leiðbeina byrjendum (börnum og fullorðnum) í hestamennsku. Farið er í öryggismál, samskipti við viðskiptavini og almennar vinnureglur á hestaleigum og reiðskólum. Kennd skyndihjálp í hestamennsku. Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur og gæti verið kenndur í lotum.


Kvikmyndafræði

Upptökur kvikmynda og sjónvarpsþátta, hvort sem um er að ræða stúdíóupptökur eða upptökur á tökustað utandyra, er afar lærdómsríkt ferli. Á tökustað vinna tugir manna saman að ólíkum verkefnum, sem öll þarf að leysa rétt af hendi á réttum tíma. Í áfanganum kynnast nemendur af eigin raun hvernig kvikmynd er tekin upp á tökustað. Þetta er gert með sjálfboðaliðavinnu nemenda við upptöku kvikmyndar/kvikmynda á tökustað undir leiðsögn kennara. Nemendur læra raunveruleg vinnubrögð á tökustað og jafnframt gefst þeim kostur á að nýta hugtakaþekkingu, orðaforða og faglega færni sem þeir hafa aflað sér í fyrri áföngum brautarinnar.

Í áfanganum vinna nemendur með eigin hugmynd að vandaðri stuttmynd, sem verður lokaverkefni þeirra í kvikmyndagerð. Hugmyndinni er í upphafi skilað sem útdrætti að mynd, sem síðan er unnin áfram í samvinnu og undir handleiðslu ráðgjafa. Samhliða er lögð fram myndstikla til kynningar á verkinu fyrir framleiðendum og fjármögnunaraðilum. Þegar verkinu er lokið á það að vera hæft til þátttöku í samkeppni framleiðenda um gott handrit fyrir stuttmynd/heimildarmynd. Verkið skilast sem fullbúið handrit að stuttmynd ásamt, myndstiklu og nauðsynlegum fylgigögnum. Unnið undir leiðsögn kennara og faglegs rýnihóps.

Í áfanganum er unnið með lýsingu og hljóðupptöku á tökustað. Nemendur kynnast hlutverki hljóðsetningar og tónlistar við uppbyggingu kvikmynda með því að horfa á valin atriði úr kvikmyndum með tilliti til lýsingar þeirra og hljóðlegrar uppbyggingar. Nemendur undirbúa lýsingu á tökustað og þjálfa grunnatriði við upptöku á hljóði fyrir kvikmynd. Nemendur hljóðvinna og hljóðsetja nokkur stutt myndskeið, með áherslu á samspil mismunandi lýsingar og hljóðs.

Í áfanganum verða skoðaðar mismunandi gerðir heimildarkvikmynda frá ýmsum tímum og rýnt í tilgang þeirra og heimildagildi. Allt frá fullkomlega sviðsettum, leiknum og mikið leikstýrðum heimildarmyndum til algerlega óleikstýrðra heimildarmynda þar sem kvikmyndatökuvél fylgist með líkt og fluga á vegg. Kynntar verða nokkrar helstu meginreglur um uppbyggingu, myndatöku og klippingu heimildarmynda fyrir sjónvarp og kvikmyndahátíðir. Nemendur leggja drög að eigin heimildarmynd sem þeir taka upp og klippa og skila í lok áfanga.

Markmið áfangans er að kynna fyrir nemendum mismunandi uppbyggingu kvikmyndahandrita og gerð þeirra með hjálp sérhæfðra forrita. Farið verður yfir frumsamin handrit, helstu atriði í uppbyggingu handrita, tekin dæmi um hvernig bækur hafa verið umskrifaðar í kvikmyndahandrit ásamt handrit að heimildarmyndum. Megináhersla á dramatíska uppbyggingu sögu sem sögð er með hjálp kvikmyndarinnar.

Markmið áfangans er að kynna nemendum grunnatriði kvikmyndagerðar í gegnum stuttmynda-og/eða heimildarmyndaformið. Jafnframt að kynna fyrir nemendum mismunandi uppbyggingu kvikmynda eftir eðli þeirra og tegund. Nemendur læri meginatriði stuttmyndagerðar, gerð tökuáætlunar, undirbúning á upptökustað, grunnatriði í beitingu kvikmyndatökuvélar og grunnatriði við notkun sérhæfðs klippiforrits. Nemendur skila í lok áfangans stuttmynd (leikna eða heimildarmynd), sem unnin er í hópvinnu.

Í áfanganum er farið yfir öll helstu grundvallaratriðin í almennri skyndihjálp. 

Nemendur fá bæði bókleg og verkleg verkefni til að leysa í áfanganum.

Námsmat í áfanganum byggir á símati...

Í áfanganum verður farið yfir eftirfarandi kafla í kennslubókinni, Þjálfun Heilsa og Vellíðan:

Íþróttameiðsli, líkamsbeiting, grunnþjálfun,snerpa og hraði, samhæfing og tækni, hvíld, að skipuleggja þjálfun og þjálfun, lífsstíll og heilsa.

Megin viðfangsefni áfangans er fjölbreytt líkamsrækt þar sem grunnþættirnir þrír; þol, styrkur og liðleiki eru undirliggjandi og allt um kring.

RAMV1HL05 - Rafmagnsfræði 1 

Viðfangsefni: hugtök, lögmál rafmagnsfræðinnar, mælingar jafnstraums.

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: engar

Farið er í helstu hugtök og lögmál rafmagnsfræði jafnstraums. Lögð er áhersla á að nemandinn læri að nýta sér þessi lögmál við reikninga og gera prófanir á þeim með mælingum í jafnstraumsrásum. Farið er yfir mismunandi gerðir spennugjafa auk þess sem nemandinn á að þekkja helstu teiknitákn í einföldum jafnstraumsrásum.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu hugtökum s.s. straumur, spenna, viðnám
  • teiknitáknum fyrir mæla, spennugjafa og ýmsar gerðir viðnáma
  • helstu lögmálum s.s. ohms-, kirkhhoffs- og afllögmáli
  • helstu forskeytum eininga s.s. milli, míkró, nanó o.s.frv.

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • framkvæma reikninga í einföldum jafnstraumsrásum
  • teikna einfaldar jafnstraumsrásir
  • nota fjölsviðsmæli
  • tengja og reikna einfaldar jafnstraumsrásir

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • tengja upp einfaldar jafnstraumsrásir eftir teikningu og framkvæma á þeim mælingar
  • sannprófa niðurstöður með notkun lögmála og/eða mælinga

Nánari upplýsingar á námskrá.is

 Námsmat

Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga

Nemendur þekki eðlis- og efnafræðieiginleika efna. Kynnist grunnþáttum eðlisfræði bygginga og einstökum vistfræðiþáttum, svo sem hita, raka og hljóðvist, grunnþáttum kraftafræðinnar, álagsstöðlum sem settar eru í byggingareglugerð. Fjallað um áhrif náttúruafla á byggingar og byggingarefni og rætt um áhrif og afleiðingu loftmengunar.

Áfangalýsing: 

Í þessum áfanga er fjallað um framleiðslu raforku og hvernig henni er dreift um sveitir og bæi, allt að neysluveitu notanda. Lögð er áhersla á öryggismál í tengslum við umgengni við rafmagn og hættur útskýrðar í máli og myndum. Nemendur fá æfingu í að leggja lagnir í tiltekið lagnarými þar sem þeir fylgja ákvæðum reglugerðar og stöðlum um raforkuvirki. Fjallað er enn frekar um raflagnaefni, efnisfræði rafbúnaðar og annan búnað í minni neysluveitum. Gerðar eru öryggismælingar á neysluveitu.

Áfangalýsing:

Áfanginn er framhald af RAFM1GA05 og hér er haldið áfram að fjalla um helstu hugtök og lögmál  sem tengjast rafmagnsfræði jafnstraums. Lögð er áhersla á að nemendur læri að nýta sér þessi lögmál við flóknari reikninga og gerðar eru prófanir og mælingar með hermiforritum í flóknari jafnstraumsrásum. Farið verður yfir spennugjafa auk þess sem nemendur læra að lesa ítarlegri teikningar fyrir jafnstraumsrásir og farið verður í grunnatriði riðstraums og riðstraumsrása. 

Þekkingarviðmið 

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á: 

  • Lögmálum ohms, kirkhoffs, afllögmáli. 
  • Hugtökin afl og orka í rafmagnsfræði. 
  • Myndun segulsviðs og rafsegulsviðs. 
  • Mismunandi gerðum að spennugjöfum. 
  • Helstu lögmálum í rafmagnsfræði riðstraums 

Leikniviðmið 

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að: 

  • Framkvæma flóknari útreikninga í jafnstraumsrásum. 
  • Teikna og tengja flóknari jafnstraumsrásir. 
  • Nýta sér fjölsviðsmæli til mælinga á rafrásum.  

Hæfniviðmið 

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: 

  • Tengja flóknari jafnstraumsrásir eftir teikningu og framkvæma mælingar á þeim. 
  • Framkvæma útreikninga á flóknari jafnstraumsrásum og sannprófa niðurstöður með notkun mælinga. 
  • Tengja og framkvæma mælingar á flóknari jafnstraumsrásum með hjálp hermiforrits. 
  • Skrifa skýrslu um mælingar og niðurstöður þeirra. 

Í þessum áfanga er fjallað um grunnvirkni og notkun rofa og segulliða, rofa- og snertitækni kynnt. Fjallað er um virkni og notkun segulliða í stýrirásum og kraftrásum og tímaliða í stýrirásum. Farið er í undirstöðuatriði við gerð á einlínu- og fjöllínumyndum svo og tákn og staðla sem notaðir eru við gerð teikninga fyrir segulliðastýringar. Mikilvægt er að nemendur kynnist tölvuforriti til teikninga á rásum segulliða. Áhersla er lögð á verkefnavinnu og verklegar æfingar þar sem nemendur brjóta verkefni til mergjar, tengja, prófa og mæla og taka saman niðurstöður. Einnig er lögð áhersla á að nemendur nýti sér mælitæki til að finna tengivillur og bilanir


Umhverfisfræði og landmælingar

Í þessum áfanga er fjallað um jafnstraums-mótora og rafala, einfasa riðstraums -mótora og -spennubreyta. Tengdar eru ýmsar rafvélar, gerðar prófanir og mælingar á þeim til skýrslugerðar. Fjallað er um merkiskilti og upplýsingarit fyrir mismunandi rafvélar og notkun þeirra.

Í áfanganum kynnast nemendur forritanlegum raflagnakerfum (intelligent installation), tilgangi þeirra og möguleikum. Kynnt er einfalt heimilisstjórnunarkerfi. Kennt er á forrit sem notuð eruvið forritun kerfa og hvernig á að nota þau. Farið er í uppbyggingu forritanlegra raflagnakerfa og undirbúning og skipulag forritanlegra kerfa þ.e. undirbúning forritunar, efnislista, virkniskrár, lampaplön og hvernig á að sækja PDF og forritunarskrár á netinu. Fjallað er um einstaka íhluti sem notaðir eru í einfaldari kerfum sem og tengingar og uppröðun búnaðar.

Nemendur leggja nauðsynlegar lagnir og fá þjálfun í að tengja búnað og forrita kerfið þannig að þeir geti á sjálfstæðan hátt gengið frá slíku kerfi. Nemendur forrita og tengja nokkur verkefni og ganga frá handbókum fyrir verkefnin

Áfanginn fjallar um uppbyggingu, uppsetningu og viðhald einfaldra viðvörunarkerfa svo sem brunaviðvörunarkerfa og þjófavarnarkerfa fyrir heimili og smærri fyrirtæki.
Fjallað er um neyðarlýsingar og hvernig þær eru uppsettar. Fjallað er um íhluti, eiginleika, hlutverk og notkunarsvið og nemendur þjálfast í að tengja einföld viðvörunarkerfi samkvæmt teikningum og fyrirmælum eða eftir eigin hönnun.
Þá fá nemendur æfingu í þjónustu og viðhaldi slíkra kerfa.

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynni sér reglugerð um raforkuvirki og kynnist því hvernig ákvæðum reglugerðar um öryggisþætti er framfylgt við verklegar framkvæmdir. Farið er í varnarráðstafanir, yfirstraums- og yfirspennuvarnir, búnað og efnisval með tilliti til nýframkvæmda, viðhalds og endurbóta á gömlum neysluveitum.
Kynntar eru vinnureglur löggildingastofa, frágang á umsóknaeyðublöðum um heimtaug, verktöku og úttektabeiðnum. Farið verður í vettvangsferðir í mismunandi neysluveitur og gerðar úttektir á þeim í samvinnu við rafverktaka.
Einnig er farið í frágang á tilkynningarskyldum eyðublöðum til löggildingarstofu og rafveitu. Reglugerðir um raflagnir skipa eru einnig kynntar.
Farið verður í þau atriði byggingareglugerðar sem varða raflagnir og rafbúnað.
Farið verður í reglugerð um raflagnir í skipum.

Í áfanganum er fjallað um grunnatriði í lífrænni efnafræði.  Efnasambönd kolefnis og flokkun þeirra, nafnakerfi þeirra og táknkerfi formúla.  Fjallað er um eðlis- og efnaeiginleika helstu flokka lífrænna efna og mikilvægi þeirra í daglegu lífi og fyrir starfsemi lífveranna.

Eðlisfræði í fjarnámi fyrir nemendur í bifvélavirkjun.

Þetta er framhaldsáfangi í eðlisfræði á náttúruvísindabraut þar sem hreyfifræðin og aflfræðin færð út í tvær víddir. Auk þess er farið í ástandsjöfnu kjörgass, varmafræði, hringhreyfingu, þyngdarlögmálið sveiflur og bylgjur. Áhersla er lögð á að nemendur haldi áfram að þróa með sér og viðhalda góðum vinnubrögðum við verkefnavinnu.

Nemendur kynna sér tölvuleiki af mörgum gerðum og fræðast um sögu tölvuleikja. Farið er í undirstöðuatriði forritunar og leikjagerð og er lögð áhersla á að nemendur sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum í því að áfanga loknum. Nemendur kynna sér hönnun, forritun og prófun tölvuleikja, og villugreiningu og almenna forritun. Námið nýtist sem undirbúningur í frekari nám í tölvuleikjagerð og forritun.

Jarðkerfisfræði

Kynnt eru jarðfræði og umhverfisvísindi þar sem lögð er áhersla á að skilja jörðina sem kerfi samsett úr ólíkum hvelum og víxlverkanir þeirra á milli. Áhersla er lögð á umhverfisfræðslu með eðlisfræðilegri nálgun á viðfangefnið. Fjallað verður um myndun hagnýtra jarðefna og vandamál sem tengjast vinnslu þeirra. Nemendur vinna verkefni, sjálfstætt og í hópum þar sem lögð eru fyrir vísindaleg gögn. Unnið er með heimildir á neti, í tímaritum og fræðiritum. Niðurstöður úr verkefnavinnu eru kynntar í stuttum fyrirlestrum og skýrslum.

Fjallað um valið efni úr sögu tuttugustu aldar.

Fjallað er um helstu menningarríki fornaldar er tengjast þróun lýðræðis á Vesturlöndum, samfélag miðalda í Evrópu, víkingaöld og upphaf Íslandsbyggðar. Stjórnarhættir á Íslandi, trúarbrögð á miðöldum, átök um landið á 13. öld, norsk stjórn og síðan dönsk er skoðuð. Endurreisn í Evrópu, könnun heimsins, breytingar á trúarsiðum, stjórnarfari og efnahagsmálum er líka tekið fyrir. Einnig upplýsingin á 17. og 18. öld og áhrif hennar erlendis og hér á landi. Unnið með sögulega texta, hugtök og atburði og greint, einnig búinn til sögurammi til staðsetningar í tíma og rúmi.

Áfanginn er lokaverkefnisáfangi. Nemendur vinna í áfanganum lokaverkefni sem byggir á fræðilegri þekkingu í hjúkrun. Lokaverkefnið er skrif á heimildaritgerð. Nemendur dýpka og þjálfa færni sína í ritun heimildaritgerða og þeim fræðilegu vinnubrögðum sem krafist er við vinnslu og frágang slíkra ritgerða. Lögð er áhersla á notkun viðurkenndra heimilda innan heilbrigðisvísinda. Nemendur vinna undir verkstjórn kennara á sjálfstæðan hátt þar sem krafist er frumkvæðis, vandaðra vinnubragða, sköpunar og ábyrgðar á eigin námi. Nemendur kynna viðfangsefni sitt að loknum skrifum í gegnum skype eða með öðrum hætti.


Umferðarfræði á starfsbraut

Fyrsti áfangi í Lífsleikni á Starfsbraut

Íslensku áfangi á starfsbraut

Haldið er áfram að kenna samkvæmt námsskrá til undirbúnings almenns ökuprófs. Helstu þættir námsefnisins eru: Bíllinn og umhirða hans, mannlegi þátturinn, vegurinn og umhverfi hans, umferðarmerki, umferðarlög, vegakerfið, umferðarhegðun og akstur við mismunandi aðstæður. Unnið er markvisst að undirbúningi nemenda fyrir almennt ökupróf. Haldið er áfram með notkun á Netinu við öflun á fræðsluefni og verkefnum..