Nemendur kynna sér tölvuleiki af mörgum gerðum og fræðast um sögu tölvuleikja. Farið er í undirstöðuatriði forritunar og leikjagerð og er lögð áhersla á að nemendur sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum í því að áfanga loknum. Nemendur kynna sér hönnun, forritun og prófun tölvuleikja, og villugreiningu og almenna forritun. Námið nýtist sem undirbúningur í frekari nám í tölvuleikjagerð og forritun.
Hreyfifræði, aflfræði, ljós, mælieiningar
Þetta er grunnáfangi í eðlisfræði á náttúruvísindabraut. Í áfanganum er lagður grunnur að hreyfifræði, aflfræði og ljósfræði og lögð áhersla á að nemendur tileinki sér góð vinnubrögð í verkefnavinnu sem gagnist þeim til frekara náms.
- Teacher: Helgi Páll Jónsson
- Teacher: Helgi Páll Jónsson
Ólífræn efnafræði 1
Í þessum áfanga er farið í undirstöðuatriði almennar efnafræði, byggingu atóma, sameinda og jóna. Nemendur vinna með grunnhugtök greinarinnar. Þeir þjálfast í meðferð hjálpargagna, s.s. lotukerfis, jónatöflu, rafdrægnigildi frumefna o.þ.h. Farið er í mólhugtakið og mólútreikninga og mólstyrk lausna og jóna í lausn. Fjallað verður um gaslögmálið og tengingu þess við mól og massaútreikninga í efnahvörfum.
- Teacher: Svava Ingimarsdóttir
Ólífræn efnafræði 2
Oxunar/afoxunarhvörf, oxunartölur, oxarar og afoxarar. Orka í efnahvörfum og varmabreytingar. Jafnvægislögmálið, og jafnvægi efnahvarfa. Lögmál Le Chateliers, leysni salta og leysnimargfeldi. Sýrur og basar, sýrufastar, sýru-/basahvörf , búfferar, pH og títrun. Lögð er áhersla á sjálfstæði í verklegum æfingum og vinnubrögðum almennt.
- Teacher: Svava Ingimarsdóttir