Þetta er framhaldsáfangi í eðlisfræði á náttúruvísindabraut þar sem
hreyfifræðin og aflfræðin færð út í tvær víddir. Auk þess er farið í
ástandsjöfnu kjörgass, varmafræði, hringhreyfingu, þyngdarlögmálið
sveiflur og bylgjur. Áhersla er lögð á að nemendur haldi áfram að þróa
með sér og viðhalda góðum vinnubrögðum við verkefnavinnu.
- Teacher: Helgi Páll Jónsson
- Teacher: Svava Ingimarsdóttir
- Teacher: Svava Ingimarsdóttir
- Teacher: Svava Ingimarsdóttir
Nemendur kynna sér tölvuleiki af mörgum gerðum og fræðast um sögu tölvuleikja. Farið er í undirstöðuatriði forritunar og leikjagerð og er lögð áhersla á að nemendur sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum í því að áfanga loknum. Nemendur kynna sér hönnun, forritun og prófun tölvuleikja, og villugreiningu og almenna forritun. Námið nýtist sem undirbúningur í frekari nám í tölvuleikjagerð og forritun.
Jarðkerfisfræði
Kynnt eru jarðfræði og umhverfisvísindi þar sem lögð er áhersla á að skilja jörðina sem kerfi samsett úr ólíkum hvelum og víxlverkanir þeirra á milli. Áhersla er lögð á umhverfisfræðslu með eðlisfræðilegri nálgun á viðfangefnið. Fjallað verður um myndun hagnýtra jarðefna og vandamál sem tengjast vinnslu þeirra. Nemendur vinna verkefni, sjálfstætt og í hópum þar sem lögð eru fyrir vísindaleg gögn. Unnið er með heimildir á neti, í tímaritum og fræðiritum. Niðurstöður úr verkefnavinnu eru kynntar í stuttum fyrirlestrum og skýrslum.
- Teacher: Helgi Páll Jónsson