Jarðkerfisfræði

Kynnt eru jarðfræði og umhverfisvísindi þar sem lögð er áhersla á að skilja jörðina sem kerfi samsett úr ólíkum hvelum og víxlverkanir þeirra á milli. Áhersla er lögð á umhverfisfræðslu með eðlisfræðilegri nálgun á viðfangefnið. Fjallað verður um myndun hagnýtra jarðefna og vandamál sem tengjast vinnslu þeirra. Nemendur vinna verkefni, sjálfstætt og í hópum þar sem lögð eru fyrir vísindaleg gögn. Unnið er með heimildir á neti, í tímaritum og fræðiritum. Niðurstöður úr verkefnavinnu eru kynntar í stuttum fyrirlestrum og skýrslum.