Áfanginn er lokaverkefnisáfangi. Nemendur vinna í áfanganum lokaverkefni sem byggir á fræðilegri þekkingu í hjúkrun. Lokaverkefnið er skrif á heimildaritgerð. Nemendur dýpka og þjálfa færni sína í ritun heimildaritgerða og þeim fræðilegu vinnubrögðum sem krafist er við vinnslu og frágang slíkra ritgerða. Lögð er áhersla á notkun viðurkenndra heimilda innan heilbrigðisvísinda. Nemendur vinna undir verkstjórn kennara á sjálfstæðan hátt þar sem krafist er frumkvæðis, vandaðra vinnubragða, sköpunar og ábyrgðar á eigin námi. Nemendur kynna viðfangsefni sitt að loknum skrifum í gegnum skype eða með öðrum hætti.
- Teacher: Ingibjörg Ösp Jónasdóttir
Áfanginn er blanda af almennri lyfjafræði, lyfjahvarfafræði og lyfhrifafræði.
Í áfanganum er aðallega farið í helstu maga- og þarmalyf, öndunarfæralyf, húðlyf, tauga- og geðlyf, sykursýkislyf og hjarta- og æðasjúkdómalyf.
Einnig er farið almennt í lyfjaskrár og hvernig leita má upplýsinga um lyf í Sérlyfjaskrá. Farið er stuttlega í ATC-flokkunarkerfið og geymslu og fyrningu lyfja. Farið er í ýmis atriði sem tengjast lyfjafræði, svo sem almenna verkun, staðbundna verkun, aðgengi lyfja, "first-pass" áhrif, helmingunartíma, lækninga-legan stuðul og blóðstyrkskúrfur. Einnig er farið í mismunandi lyfjaform.
- Teacher: Ingibjörg Ösp Jónasdóttir