Áfanginn er lokaverkefnisáfangi. Nemendur vinna í áfanganum lokaverkefni sem byggir á fræðilegri þekkingu í hjúkrun. Lokaverkefnið er skrif á heimildaritgerð. Nemendur dýpka og þjálfa færni sína í ritun heimildaritgerða og þeim fræðilegu vinnubrögðum sem krafist er við vinnslu og frágang slíkra ritgerða. Lögð er áhersla á notkun viðurkenndra heimilda innan heilbrigðisvísinda. Nemendur vinna undir verkstjórn kennara á sjálfstæðan hátt þar sem krafist er frumkvæðis, vandaðra vinnubragða, sköpunar og ábyrgðar á eigin námi. Nemendur kynna viðfangsefni sitt að loknum skrifum í gegnum skype eða með öðrum hætti.
- Teacher: Ingibjörg Ösp Jónasdóttir
Í áfanganum er fjallað um skráningu og meðferð persónuupplýsinga í sjúkraskrá, varðveislu þeirra gagna, þagnarskyldu um upplýsingar í sjúkraskrám og rafræna sjúkraskrá. Farið í lög um sjúkraskrá, réttindi sjúklinga, hlutverk og skyldur heilbrigðisstarfsfólks í tengslum við sjúkraskrá. Upplýsingaleit á netinu m.a. skoðaður gagnagrunnar fyrir heilbrigðisvísindi, leitað verður í þessum gagnagrunnum að upplýsingum og nauðsyn þeirra metin. Fjallað er um uppsetningu ritgerða, áreiðaleika heimilda og uppsetning ritgerða samkvæmt APA tilvísunarkerfinu.
- Teacher: Ingibjörg Ösp Jónasdóttir
Áfangalýsing:
Nemendur öðlist þekkingu og skilning á örverum,umhverfi þeirra og vörnum gegn þeim. Í áfanganum er fjallað um mismunandi tegundir og eiginleika sýkla. Fjallað er um smitleiðir og helstu flokka smitsjúkdóma. Farið er í grundvallaratriði í vörnum líkamans gegn sýklum og fjallað um áhrif ónæmisbælingar. Fjallað er um smitgát og smitvarnir. Undirstöðu atriði í ræktun baktería kynnt. Saga sýklafræðinnar, bakteríur, veirur, sveppir, aðlögunarhæfni, smithæfni, þol, ræktunaraðferðir, Gram litun, smitleiðir, sýkingar, ónæmiskerfi, ónæmi, ónæmisbæling, bóluefni, bólusetning, smitgát, sótthreinsun, dauðhreinsun, sýklalyf.
- Teacher: Ingibjörg Ösp Jónasdóttir
Í áfanganum læra nemendur um meingerð, einkenni, orskir, afleiðingar og meðferð algengra sjúkdóma í hjarta, æðum, innkirtlum, öndunarfærum, meltingarfærum, þvagfærafærum og æxlunarfærum. Geðraskanir og geðsjúkdómar eru teknir fyrir. Þekki einkenni, orsakir og meðferðarmöguleika og leiðir til að draga úr einkennum.
- Teacher: Ingibjörg Ösp Jónasdóttir