Upptökur kvikmynda og sjónvarpsþátta, hvort sem um er að ræða stúdíóupptökur eða upptökur á tökustað utandyra, er afar lærdómsríkt ferli. Á tökustað vinna tugir manna saman að ólíkum verkefnum, sem öll þarf að leysa rétt af hendi á réttum tíma. Í áfanganum kynnast nemendur af eigin raun hvernig kvikmynd er tekin upp á tökustað. Þetta er gert með sjálfboðaliðavinnu nemenda við upptöku kvikmyndar/kvikmynda á tökustað undir leiðsögn kennara. Nemendur læra raunveruleg vinnubrögð á tökustað og jafnframt gefst þeim kostur á að nýta hugtakaþekkingu, orðaforða og faglega færni sem þeir hafa aflað sér í fyrri áföngum brautarinnar.